Nostalgía

Ég var á ferðinni í Helsinki í vikunni.  Finnst mér oft borgin vera soldið þung á sér.  En þegar ég var þarna núna, var fólk á skautum á einu torginu nálægt aðalbrautarstöðinni og svo fór að snjóa, sem fólki finnst nú ekkert spennandi heima.  En ég varð að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég bara naut þess að labba um í snjónum og snjókomunni.  Maður hresstist allur við :) Reyndar var jú snjókoman lóðrétt en ekki lárétt eins og maður er vanur heima á Fróni.  Já ég er greinilega búin að búa alltof lengi í hinni heitu Miðevrópu :)

Annars er ég svo voða mikið fyrir gömul og kósí hús með sál og hvað þá þegar ég get notið þess að fara inn í þau og fengið mér kaffi, eins og á Kaffi Strindberg nálægt höfninni í Helsinki. Þá kemur bara nostalgían upp í mér og mér finnst ég vera heima með ömmu á Hressó. Nú bara spyr ég, hvar finnur maður fyrir gamla tímanum heima á kaffihúsi?  Getur einhver gefið mér góð ráð? Heimahagarnir eru farnir að toga í mig, svo ég verð að skreppa fyrir sumardaginn fyrsta :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband