Hvernig á að kynna blómstrandi menningu með eintómum nýbyggingum?

Þetta er jú gott framtak og fínt að kynna Ísland á heimsvísu.  Það eru enn alltof margir úti í hinum stóra heimi sem ekki vita neitt um okkar ylhýra land. Ég verð bara alltaf jafn hissa þegar fólk segir mér að ég sé fyrsti Íslendingurinn sem það hittir.  Sumir segja, nú líta Íslendingar svona út eins og þú?  Já þá get ég nú bara brosað.  Sumir eru þó voða klárir og þekkja Reykjavík og enn aðrir segjast hafa lent þar í millilanda flugi, já haldið að Reykjavík væri virkilega svona lítil eins og Keflavík er Smile

Já ekki veitir af að kynna landið okkar.  En hugsum samt aðeins um eitt.  Hvernig eigum við að geta verið stolt af Laugarveginum?  Ég spyr nú bara þar sem ég var þarna á gangi ekki fyrir svo löngu síðan og sá nokkur húsanna sem búið er að setja upp plön um að rífa, nú þegar að hluta til tóm og tilbúin til niðurrifs... Mörg þessara húsa hafa margar minningar að bera hjá fjölmörgum Íslendingum svo ekki sé nú talað um þá miklu menningarsögu sem þau einnig bera.  Hvers vegna er ekki hægt að endurnýja þau og gefa þeim nýjan glæsibrag. Ég sýndi erlendum kunningjum mínum myndirnar sem ég tók af þeim og voru þeir sammála mér um fegurð þessara húsa.  Jú vitanlega þurfa þau mis mikla endurnýjun, en að leyfa að rífa þau fyrir nýbyggingar sem munu gera Laugarveginn andlausan, eru hrein og ber hneyksli.

Enn og aftur bendi ég á að alls staðar annars staðar í Evrópu er verið að endurbyggja gömul hús. Jafnvel eru kumbaldar frá sjötta áratugnum rifnir til að byggja upp aftur þau hús sem stóðu þar áður fyrr.

Hvernig væri að vakna af þessum daglega svefni sem Íslendingar, sérstaklega Reykvíkingar virðast vera í og sjá verðmæti þessara fjölmörgu húsa sem á að rífa.  Sjá: http://www.laugavegur.net/

Viljum við virkilega eiga andlausan miðbæ og hjartalaus "Moll" sbr. Kringlan, Smáralind?

Ekki ég.


mbl.is Reykjavíkurborg þáttakandi í Iceland Naturally
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband