Tala saman!

Ég vek athygli á einu: 

Viđ getum notiđ góđs af ţessu litla ţjóđfélagi sem viđ erum međ t.d. borgarafundum, ţar sem hinn almenni borgari getur spurt beint ráđamenn ţjóđarinnar spjörunum úr.  Ţađ er okkar sérstađa, ţessi mikla nánd viđ forráđamenn ţjóđarinnar.  Ţađ er sko alls ekki sjálfsagt!  Ţess vegna er mikilvćgt fyrir okkur, almennu borgara ađ vera málefnaleg í ađfinnslum okkar viđ ríkisstjórnina.  Spurja og fá svör!  Semsagt ađ gefa ríkisstjórninni tćkifćri á ađ hlusta á okkar óskir og hvađ viđ viljum, og fá svör á móti frá henni. Međ ţví ađ vinna saman getum viđ áorkađ ansi miklu, ég er sannfćrđ um ţađ!

Eitt soldiđ ýkt dćmi er t.d. viđtalsţáttur sem ég sá í Indlandi. Ţar kom fólk saman eftir hryđjuverkaárásirnar í Mumbai á dögunum og var ţađ ađ reyna ađ vinna úr hrćđslu sinni og reiđi í beinni útsendingu á fréttastöđ ţar í landi (NDTV).  Fólk hafđi spurningar en fékk engin svör.  Engir ráđamenn ţjóđarinnar stóđu ţar fyrir svörum, heldur leikarar sem líka voru í sjokki og fyrrverandi lögreglufulltrúi.  Svo var fengiđ samband viđ einskonar "rćđismann" eđa fjölmiđlafulltrúa ríkisstjórnarinnar til ađ reyna ađ fá svör hvernig stjórnin bregđist viđ, en hans svör voru bara útúrsnúningar!  Hugsum ađeins um ţađ. 

Okkar hagur er í smćđ okkar, ţótt ţađ hái okkur ađ mörgu leyti.


mbl.is Lögregla rćddi viđ mótmćlendur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband