Tala saman!

Ég vek athygli á einu: 

Við getum notið góðs af þessu litla þjóðfélagi sem við erum með t.d. borgarafundum, þar sem hinn almenni borgari getur spurt beint ráðamenn þjóðarinnar spjörunum úr.  Það er okkar sérstaða, þessi mikla nánd við forráðamenn þjóðarinnar.  Það er sko alls ekki sjálfsagt!  Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur, almennu borgara að vera málefnaleg í aðfinnslum okkar við ríkisstjórnina.  Spurja og fá svör!  Semsagt að gefa ríkisstjórninni tækifæri á að hlusta á okkar óskir og hvað við viljum, og fá svör á móti frá henni. Með því að vinna saman getum við áorkað ansi miklu, ég er sannfærð um það!

Eitt soldið ýkt dæmi er t.d. viðtalsþáttur sem ég sá í Indlandi. Þar kom fólk saman eftir hryðjuverkaárásirnar í Mumbai á dögunum og var það að reyna að vinna úr hræðslu sinni og reiði í beinni útsendingu á fréttastöð þar í landi (NDTV).  Fólk hafði spurningar en fékk engin svör.  Engir ráðamenn þjóðarinnar stóðu þar fyrir svörum, heldur leikarar sem líka voru í sjokki og fyrrverandi lögreglufulltrúi.  Svo var fengið samband við einskonar "ræðismann" eða fjölmiðlafulltrúa ríkisstjórnarinnar til að reyna að fá svör hvernig stjórnin bregðist við, en hans svör voru bara útúrsnúningar!  Hugsum aðeins um það. 

Okkar hagur er í smæð okkar, þótt það hái okkur að mörgu leyti.


mbl.is Lögregla ræddi við mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.