29.12.2008 | 22:44
Þetta hljómar vel :-)
Já líst bara vel á þetta. Hef aldrei haft neina trú á þessum megrunarkúrum sem stelpurnar í bekknum voru alltaf í eða sumar vinkonurnar taka uppá. Sítrónukúrinn, kálsúpukúrinn, Kaloríutalningar, Diet drykkir oj bara ofl ofl.
Ég er svoddan nautnaseggur að ég gæti aldrei farið í einhverja megrun. Mitt leyndó hefur alltaf verið að borða það sem mig langar í þegar mig langar í það. Og hreyfing er númer eitt tvö og þrjú! Góðir langir göngutúrar eða hjólatúrar í fersku lofti er eitt það besta sem ég geri sjálfri mér, ekki bara fyrir líkamann heldur líka fyrir sálina.
Ég er svo blessunarlega laus við það að vera hrifin af frönskum eða öðru brasi. En án súkkulaðis gæti ég ekki lifað og gosdrykki drekk ég bara stundum. Engin smjör stelpa er ég heldur, en það kemur samt fyrir að ég setji smjör á brauð, td rúgbrauð og flatkökur verða að vera með smjöri finnst mér. Jæja nóg um það :-)
Spennandi verður að bera mínar tilgátur og lífsreglur við þær úr þessari bók.
Etum, drekkum og verum glöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.