Gott að til er fólk sem vill vernda mynd bæjarins

Þetta er hús með sál!  Vitanlega er það illa farið, en þá er bara að horfa til Evrópu og sjá hvað þar er gert við gömul hús.  Þau eru einfaldlega endurbyggð.

Vonandi er einhver sem hlustar á þetta hróp á hjálp, svo ekki verði enn ein stórslysabyggingin byggð á þessum stað eins og gerst hefur annars staðar í Reykjavík.


mbl.is Niðurrifi mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Það eru ekki bara tónlistarmenn, íslenskir og erlendir, sem hafa gert garðinn frægan í þessu húsi (heimsfrægir) heldur var Grand Rokk stofnað í þessu húsi og Grandið er nú þekkt fyrir margvíslega menningarstarfsemi(skák, leiklist,  tónlist,myndlist og margt fleira). Það er núna til húsa á Smiðjustíg og yfir Grandinu vofir nú hótun um niðurrif. Það var einmitt ástæðan fyrir margt löngu að Grandið var flutt niður á Smiðjustíg.

Bergur Thorberg, 30.1.2008 kl. 23:34

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hver á þetta hús?

Ásgrímur Hartmannsson, 31.1.2008 kl. 00:34

3 Smámynd: Björn Viðarsson

Thad er ekkert ad thvi ad rifa ef menn hafa einhverja skipulagsstefnu sem verid er ad fylgja.

Björn Viðarsson, 31.1.2008 kl. 00:55

4 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Já það er synd hvernig umræðan um verndun gamalla húsa er eyðilögð með okurkaupum á gömlum húsum, sbr. kaup Reykjavíkurborgar á Laugarvegi 4-6.  Í stað þess að kaupa þau á brunabótarmatsverði og nota þá mun minni peninga í að byggja þau upp og setja í stand en eytt var í þessi skyndikaup.  Þetta eyðileggur alla umfjöllun um verndun og friðun gamalla húsa.

Kolbrún Jónsdóttir, 7.2.2008 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.