7.11.2008 | 02:18
Kominn tími til að taka sér önnur Evrópu lönd til fyrirmyndar
Þetta líst mér vel á. Man þegar ég var að sækja um námslán nú eða bara Visakort í den, þá þurfti maður alltaf að ganga á vini og vandamenn, stilla þeim upp við vegg og biðja þá að skrifa undir svo maður fengi nú námslán nú eða bara Visa kort. Þetta er nottulega bilun.
Svo kem ég til Evrópu, hef störf og sæki um bankalán. Þá er beðið um síðustu launaseðla og skoðað hvað ég er að eyða í fastan kostnað. Svo er áætlað á mig hversu mikið ég þarf til að lifa þar fyrir utan. Ég segi þá að ég geti nú lifað spart, hert sultarólina meðan ég er að borga af láninu. En nei, bankinn segir, svona mikið þarf ég að hafa til ráðstöfunar og svo það sem eftir verður get ég svo notað í að borga af láninu. Þetta er snilld hreint út sagt. Þá hugsaði ég, afhverju er þetta ekki svona heima?
Mér fannst ekkert gaman að þurfa að stilla vinum og vandamönnum upp við vegg og verða sár eða fúl þegar þeir sögðu nei, brenndir af annarri reynslu, sem bitnaði svo á mér sakleysingnum.
Spennandi að fylgjast með hvernig þetta frumvarp fer.
Frumvarp um ábyrgðarmenn lagt fyrir Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þessi aðferð við að borga af lánum, er búið að vera lengi bæði í Bretlandi og Ástralíu. Auðvita á þetta að vera svona. Var að skoða síðuna þína, ég hef líka mjög mikinn áhuga á útliti gamalla húsa, helmingur af myndum sem ég kem með frá útlöndum eru einmitt af húsum, og svo er ég stöðugt gangandi á fólk og dauða hluti, þar sem ég er alltaf að horfa upp, óska eftir að gerast bloggvinur, svo ég tíni þér ekki og geti skoðað myndirnar þínar.
Sigurveig Eysteins, 7.11.2008 kl. 02:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.